17 ára kominn með 15 mörk

Jakob Gunnar Sigurðsson fagnar marki í gær.
Jakob Gunnar Sigurðsson fagnar marki í gær. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Völsungur fór létt með Reyni Sandgerði, 4:0, í 2. deild karla í knattspyrnu á Húsavík í gær. 

Leikurinn fór fram á Mærudögum á Húsavík og kallar Húsvíkingar leikinn ávallt Mæruleikinn. 

Jakob Gunnar Sigurðsson var enn einu sinni aðalkallinn hjá Völsungi en hann skoraði tvö mörk. Hann er alls kominn með 15 mörk í deildinni. 

Jakob Gunnar er búinn að semja við KR og verður leikmaður liðsins eftir yfirstandandi tímabil. 

Hin mörk Völsungs skoruðu Simon Colina og Jakob Héðinn Róbertsson. 

Völsungur er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, jafnmörg og KFA í þriðja og stigi minna en Víkingur Ólafsvík í öðru. 

Önnur úrslit um helgina:

KFG - Höttur/Huginn 2:5
Þróttur Vogum - Víkingur Ólafsvík 3:2
KFA - Selfoss 0:1
Ægir - Haukar 2:4
Kormákur/Hvöt - KF 3:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert