Frábær sigur Stjörnunnar á Akranesi

Örvar Eggertsson sækir að marki Skagamanna í leiknum í dag.
Örvar Eggertsson sækir að marki Skagamanna í leiknum í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Stjarnan sótti þrjú sterk stig til Akraness þegar liðið vann ÍA, 3:1, í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. 

Stjörnumenn eru þar með komnir með 23 stig í sjötta sæti deildarinnar en ÍA er með stigi meira í fimmta sæti.

Skagamenn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleiknum en Stjarnan var mun meira með boltann.

Fyrri hálfleikurinn endaði með látum

Hiti færðist í leikin undir lok hálfleiksins en þá áttust Johannes Björn Vall og Örvar Eggertsson við. 

Jóhann Árni Gunnarsson braut síðan á Johannesi og ÍA fékk aukaspyrnu á fyrirgjafastað. Johannes gaf boltann fyrir og þaðan barst hann alla leið á fjærstöngina þar sem Viktor Jónsson var og potaði boltanum inn, 1:0.

Viktor fékk tvö dauðafæri á sömu mínútunni, 53., en skaut tvívegis rétt fram hjá markinu. 

Stjarnan jafnaði á 56. mínútu leiksins. Þá fékk Baldur Logi Guðlaugsson boltann utan teigs og smellti honum í netið. Skotið var laust en söng í netinu þar sem að Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA stóð bara í markinu, 1:1. 

Örvar allt í öllu

Örvar Eggertsson bjargaði síðan skalla Erik Sanberg á línu á 75. mínútu með glæsibrag. 

Hinum megin fékk Örvar síðan gott skotfæri stuttu seinna en setti boltan yfir markið. 

Örvar var ekki hættur en á 80. mínútu kom hann Stjörnunni yfir. Þá fékk hann boltann hægra megin í teignum frá Róberti Frosta Þorkelssyni og smellti honum í fjærhornið, 2:1. 

Skoraði í fyrsta leiknum

Jón Hrafn Barkarson innsiglaði sigur Stjörnunnar með laglegri afgreiðslu vinstra megin í teignum, 3:1. Þetta var hans fyrsti meistaraflokksleikur fyrir Stjörnuna.

Skagamenn heimsækja Vestra á Ísafjörð í næstu umferð eftir Verslunarmannahelgina.

Stjarnan mætir Paide í seinni leik liðanna í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn kemur en í næstu umferð heimsækja Garðbæingar Fram í Úlfarsárdalinn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:2 FH opna
90. mín. Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) skorar +5 0:2 - Ekki mjög fast skot en boltinn rúllar í netið.
Fram 4:1 Valur opna
90. mín. Leik lokið Ótrúlegum leik lokið hér í Úlfarsárdal þar sem Fram vinnur 4:1.
Víkingur R. 5:1 HK opna
90. mín. Leik lokið Öruggur sigur Víkings staðreynd! Voru lengi í gang en tóku svö öll völd eftir um 40 mínútur. Eftir það var þetta aldrei spurning.

Leiklýsing

ÍA 1:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) skorar 1:3 - Fyrsti leikur fyrsta mark! Jón Hrafn skorar í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir Stjörnuna. Hann fær boltann vinstra megin í teignum og smellir honum í fjærhornið, laglega gert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert