Fram fór létt með Val

Már Ægisson fagnar eftir að hafa komið Fram yfir gegn …
Már Ægisson fagnar eftir að hafa komið Fram yfir gegn Val. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram og Valur mættust í frestuðum leik úr 15. umferð Bestu deildar karla í Úlfarsárdalnum í kvöld. Leikar enduðu með ótrúlegum 4:1 sigri Fram. 

Úrslitin þýða að Fram er í sjöunda sæti með 22 stig en Valur er í þriðja sæti með 28 stig og nýtti ekki tækifæri til að komast upp fyrir Breiðablik og í annað sætið. 

Fyrri hálfleikur var afar skemmtilegur og var það Fram sem byrjaði viðureignina betur. Alex Freyr Elísson fékk dauðafæri á 4. mínútu leiksins þegar boltinn datt fyrir hann á fjærstöngina í markteignum en á einhvern ótrúlegan hátt endaði skot hans yfir markinu. 

Fram komst yfir á 10. mínútu með marki Frá Má Ægissyni. Það kom þegar Már lét vaða af löngu færi og fór skot hans af Herði Inga Gunnarssyni, varnarmanni Vals, og þaðan í netið. 

Á 25. mínútu benti Elías Ingi Árnason á punktinn eftir að Bjarni Mark Duffield braut á Má Ægissyni í teig Vals. Brasilíumaðurinn Fred Saraiva tók vítaspyrnuna og skoraði af miklu öryggi í neðra hægra hornið. 

Aðeins sex mínútum síðar skoraði Kennie Chopart þriðja mark Fram. Hann fékk boltann á miðjum vallarhelming Vals, keyrði inn á teiginn og kláraði síðan utanfótar í fjærhornið. 

Valsmenn náðu að minnka muninn á 39. mínútu með marki frá danska markahróknum Patrick Pedersen. Kristinn Freyr Sigurðsson fann Pedersen utarlega vinstra megin í teignum og leitaði hann inn á hægri fótinn og kláraði snyrtilega í fjærhornið. 

Fram fór inn í hálfleik með 3:1 forystu eftir afar fjörugan fyrri hálfleik. 

Valur hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti góða fyrirgjöf í byrjun seinni hálfleiks sem varamaðurinn Jónatan Ingi Jónsson var næstum því búinn að teygja sig í en boltinn hafnaði síðan í stönginni.  

Gylfi Þór Sigurðsson fékk fínasta færi á 54. mínútu. Það kom þegar Tryggvi Hrafn fann Gylfa í teig Fram, náði góðum snúning og síðan skoti en Ólafur Íshólm Ólafsson varði vel frá honum.   

Eftir mikla pressu frá Valsmönnum skoraði Fred Saraiva gegn gangi leiksins fjórða mark Fram og gerði þar með út um leikinn. Markið kom eftir skyndisókn hjá Fram sem endaði með að Már fann Fred inn á teignum og skoraði af miklu öryggi framhjá Frederik Schram í mark Vals.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:2 FH opna
90. mín. Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) skorar +5 0:2 - Ekki mjög fast skot en boltinn rúllar í netið.
ÍA 1:3 Stjarnan opna
90. mín. Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) skorar 1:3 - Fyrsti leikur fyrsta mark! Jón Hrafn skorar í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir Stjörnuna. Hann fær boltann vinstra megin í teignum og smellir honum í fjærhornið, laglega gert.
Víkingur R. 5:1 HK opna
90. mín. Leik lokið Öruggur sigur Víkings staðreynd! Voru lengi í gang en tóku svö öll völd eftir um 40 mínútur. Eftir það var þetta aldrei spurning.

Leiklýsing

Fram 4:1 Valur opna loka
90. mín. Fred Saraiva (Fram) á skot yfir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert