Framherjinn úr Breiðabliki í FH

Patrik Johannesen, Viktor Örn Margeirsson og Örvar Logi Örvarsson.
Patrik Johannesen, Viktor Örn Margeirsson og Örvar Logi Örvarsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen er á förum frá Breiðabliki yfir í FH í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Fotbolti.net greinir frá þessu en Patrik kom til liðsins frá Keflavík fyrir tímabilið 2023 en náði aðeins fimm leikjum það tímabil því hann sleit krossband í hné.

Hann hefur komið til sögu í 11 leikjum í Bestu deild á þessu tímabili og skorað eitt mark, gegn Stjörnunni í maí.

FH er að leita að framherja því Úlfur Ágúst Björnsson er að fara út til Bandaríkjanna í háskólaboltann og samkvæmt Fotbolta.net er Breiðablik að undirbúa heimkomu Árna Vilhjálmssonar sem er uppalinn Bliki og spilaði síðast með liðinu árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert