Torsóttur sigur Hafnfirðinga á Ísafirði

Úlfur Ágúst Björnsson og Benedikt V. Warén í baráttu um …
Úlfur Ágúst Björnsson og Benedikt V. Warén í baráttu um boltann á Ísafirði í dag. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

 FH sigraði Vestra, 2:0, í fyrsta leik 16. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á Ísafirði í dag.

FH er með 28 stig, jafn mörg og Valur í þriðja sæti en Valur á tvo leiki til góða. Vestri er áfram með 12 stig í 11. og næstneðsta sæti.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og það var ekki mikið af færum en heimamenn áttu ágætis kafla um miðjan fyrri hálflei. Tarik Ibrahimagic átti besta færi fyrri hálfleiks þegar hann vann boltann framarlega og skaut rétt fyrir utan miðjan vítateiginn en skotið fór yfir.

FH fékk högg í upphafi leiks þegar Grétar Snær Gunnarsson fór meiddur af velli en Jóhann Ægir Arnarsson kom inn á í hans stað.

FH vaknaði í seinni hálfleik og fór framar á völlinn og átti nokkrar góðar fyrirgjafir og margar hornspyrnur en það gekk illa að koma boltanum í netið fyrstu mínúturnar.

Vestri fékk flott færi á 55. mínútu eftir hornspyrnu, nokkrar sendingar beint af æfingasvæðinu enduðu með því að Morten Ohlsen Hansen setti boltann í netið en Ibrahima Baldé var rangstæður í uppbyggingunni.

FH var nálægt því að komast yfir þegar Kjartan Kári Halldórsson kom með frábæra fyrirgjöf og varnarmaðurinn Elvar Baldvinsson renndi sér á boltann en náði ekki að koma honum burt. Sigurður Bjartur Hallsson stökk á boltann og skaut en William Eskelinen varði vel af stuttu færi.

Sindri Kristinn Ólafsson í marki FH átti glæsilega markvörslu á 78. mínútu þegar Ibrahima Baldé átti fast skot fyrir utan vítateig en Sindri varði í þverslánna.

Ólafur Guðmundsson kom boltanum í netið á 82. mínútu eftir hornspyrnu. Úlfur Ágúst Björnsson fleytti boltanum áfram eftir spyrnuna sem Böðvar Böðvarsson tók og Ólafur skallaði boltann í fjær, staðan 1:0 fyrir gestunum.

Vuk Oskar kom inn á á 71. mínútu fyrir Arnór Borg Guðjohnsen sem var haltrandi um inni á vellinum fyrir skiptinguna. Hann skoraði svo annað mark FH á fimmtu mínútu uppbótartímans þegar hann keyrði inn á völlinn og fór í laust skot sem rúllaði framhjá William og í netið. Niðurstaðan 2:0 fyrir gestunum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

ÍA 1:3 Stjarnan opna
90. mín. Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) skorar 1:3 - Fyrsti leikur fyrsta mark! Jón Hrafn skorar í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir Stjörnuna. Hann fær boltann vinstra megin í teignum og smellir honum í fjærhornið, laglega gert.
Fram 3:1 Valur opna
51. mín. Alex Freyr Elísson (Fram) fær gult spjald Brýtur á Tryggva á svakalegum spretti. Valur fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
Víkingur R. 3:1 HK opna
45. mín. Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) skorar 3:1! - Þeir voru búnir að banka rosalega síðustu mínútur! Ari fær boltann aðeins óvænt hægra megin í teignum með bakið í markið. Hann snýr bara til vinstri og smellir boltanum út við fjærstöngina. Virkilega vel gert!

Leiklýsing

Vestri 0:2 FH opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert