Úr Val í FH og öfugt

Hörður Ingi Gunnarsson í leik með Val á dögunum.
Hörður Ingi Gunnarsson í leik með Val á dögunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bjarni Guðjón Brynj­ólfs­son er endanlega genginn til liðs við FH og Hörður Ingi Gunnarsson er endanlega genginn til liðs við Val en knattspyrnumennirnir  tveir hafa verið í láni hvor hjá sínu félaginu síðan í vor.

Bjarni hefur spilað sem lánsmaður með FH frá Val síðan í vor og Hörður sem lánsmaður með Val frá FH og þeir halda því báðir sínu striki með viðkomandi liðum.

Hörður er uppalinn í FH og kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku í fyrra en hann spilaði með Sogn­dal í Nor­egi. Hann er 25 ára bakvörður og hefur komið við sögu í sjö leikjum með Val á tímabilinu hingað til.

Bjarni er tví­tug­ur miðjumaður og uppalinn í Þór á Akureyri. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum hjá FH á tímabilinu og skoraði annað mark FH í 3:1-sigri liðsins á HK á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert