Framherjinn fer ekki í FH

Patrik Johannesen í leik með Breiðabliki.
Patrik Johannesen í leik með Breiðabliki. mbl.is/Eyþór Árnason

Patrik Johannesen, landsliðsmaður Færeyja og leikmaður Breiðabliks, er ekki á leið til FH eins og útlit virtist fyrir.

Fotbolti.net skýrir frá þessu og hefur eftir Karli Daníel Magnússyni, deildarstjóra afrekssviðs hjá Breiðabliki, að Blikarnir hafi fengið tilboð í Færeyinginn. Það hafi verið skoðað en niðurstaðan eftir samtal við leikmanninn hafi verið sú að hann yrði áfram í röðum Kópavogsfélagsins.

FH-ingar leita að sóknarmanni til að fylla  skarð Úlfs Ágústs Björnssonar sem er farinn til náms í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert