Hollenskur sóknarmaður til Framara

Kennie Chopart og Guðmundur Magnússon fagna einu marka Fram gegn …
Kennie Chopart og Guðmundur Magnússon fagna einu marka Fram gegn Val í gærkvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram­ar­ar eru að fá til sín hol­lensk­an knatt­spyrnu­mann, Djen­ario Daniels, sem kem­ur til þeirra frá Leixoes í Portúgal.

Guðmund­ur Torfa­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram, staðfesti við mbl.is að Daniels væri kom­inn til lands­ins, unnið væri að því að ganga frá fé­laga­skipt­um og samn­ingi og hann vonaðist til þess að leikmaður­inn yrði orðinn lög­leg­ur fyr­ir leik Fram gegn Fylki í Bestu deild karla á miðviku­dags­kvöldið.

Daniels er 22 ára sókn­ar­maður sem ólst upp hjá Al­m­ere City og síðan PSV Eind­ho­ven þar sem hann lék með varaliði PSV í hol­lensku B-deild­inni. Hann var síðan með varaliði Utrecht í sömu deild, var í láni hjá Sassu­olo á Ítal­íu þar sem hann lék með varaliðinu en hélt síðan til Kan­ada þar sem hann lék árin 2022 og 2023 með Pacific í úr­vals­deild­inni þar í landi.

Hann gekk síðan til liðs við Leixoes í portú­gölsku B-deild­inni í fe­brú­ar og lék þar til loka tíma­bils­ins.

Daniels á að baki átta leiki með yngri landsliðum Hol­lands.

„Við þurft­um á liðsauka að halda fyr­ir bar­átt­una seinni hluta tíma­bils­ins því það hafa orðið nokk­ur af­föll í okk­ar hópi. Vikt­or Bjarki Daðason fór til FC Kö­ben­havn, Aron Snær Inga­son fór í Þrótt, Breki Bald­urs­son er að fara í Es­bjerg og Már Ægis­son á aðeins eft­ir að spila einn eða tvo leiki áður en hann fer í nám í Banda­ríkj­un­um. 

Þá hef­ur Jannik Pohl verið mjög óhepp­inn með meiðsli og Guðmund­ur Magnús­son  var orðinn eini eig­in­legi fram­herj­inn sem var eft­ir í hópn­um," sagði Guðmund­ur Torfa­son við mbl.is.

Fram­ar­ar unnu glæsi­leg­an sig­ur á Val í gær­kvöld, 4:1, og eru komn­ir með 22 stig eft­ir 15 leiki en þeir fengu 27 stig allt síðasta tíma­bil, í 27 leikj­um, þegar þeir sluppu naum­lega við fall. Tak­ist þeim að sigra Fylki á miðviku­dags­kvöld í leik sem þeir eiga til góða á næstu lið fara þeir upp fyr­ir ÍA og Stjörn­una í fimmta sætið og væru þá komn­ir fyr­ir al­vöru í bar­áttu um Evr­óp­u­sæti.

Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram.
Guðmund­ur Torfa­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram. Ljós­mynd/​Fram
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert