KR ekki unnið í átta heimaleikjum

KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson í …
KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

KR og KA gerðu dramatískt jafntefli, 2:2, í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í kvöld. 

KA er enn í áttunda sæti deildarinnar en nú með 19 stig. KR er í niunda sæti með 15 stig og aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti. 

Benoný Breki Andrésson kom KR-ingum yfir í fyrri hálfleik en í þeim seinni skoruðu Daníel Hafsteinsson og Viðar Örn Kjartansson komu KA yfir í seinni hálfleik. 

Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin fyrir KR undir blálok leiks og liðin skildu jöfn, 2:2. 

Viðar Örn skoraði jafnframt sitt fyrsta mark fyrir KA í sínum 16. leik fyrir félagið. 

KR-ingar fóru vel af stað 

KR-ingar byrjuðu betur og áttu tvö skot á fyrstu þremur mínútum leiksins, fyrst Benoný Breki Andrésson með skot framhjá úr þröngu færi og svo Aron Sigurðarson með skot fyrir utan vítateig en tiltölulega beint á Stubb í marki KA.

Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Luke Ray sendi boltann frá hægri inní teig á Benoný Breka Andrésson sem skoraði á nærstönginni, flott mark og staðan 1:0.

Tveimur mínútum síðar voru KR-ingar komnir í álitlega stöðu. Benoný Breki var með boltann vinstra meginn í teignum, við endalínu, og ætlaði að koma boltanum á samherja í teignum. Hann var lengi að athafna sig og KA menn náðu að vera fyrir sendingunni.

Á 30.mínútu fékk Alex Þór Hauksson boltann á miðjunni, hann sendi boltann til vinstri á Aron Sigurðarson, Aron fleytti boltanum á Stefán Árna Geirsson sem átti gott skot sem var varið í horn.

Þremur mínútum síðar fékk Finnur Tómas Pálmason fínan skall sem Stubbur átti í smá veseni með en náði svo að handsama boltann.

KR-ingar voru nálægt því koma sér í nokkuð afgerandi stöðu og bæta í forystuna á 41.mínútu þegar að Aron Sigurðarson hljóp upp vinstri kantinn og var að fara að senda boltann sem hefði sent Benoný Breka einan í gegn.
Í þann mund sem Aron var að fara að spyrna í boltann togaði Kári Gautason, varnarmaður KA, í treyjuna hans og náði þar með að koma í veg fyrir dauðafæri. Gult spjald á Kára en fagmannlegt brot.

Staðan 1:0 fyrir KR í hálfleik.

KA-menn komust inn í leikinn

KR-ingar fengu svo dauðafæri til að auka forystuna í byrjun síðari hálfleiks. KR komst í skyndisókn, Benoný Breki hljóp með boltann upp völlinn, átti sendingu vinstra meginn í teignum á Aron Sigurðarson og hann reyndi að finna Eyþór Wöhler en framkvæmdin klikkaði og KA-menn náðu að hreinsa boltann burt, en þvílíkt klúður hjá KR-ingum og þetta gat haft afleiðingar.

KA menn náðu svo að vakna til lífsins fljótlega eftir þetta og á 52.mínútu átti Ásgeir Sigurgeirsson eitraða sendingu inní teiginn en boltinn í gegnum þvöguna og Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk svo boltann og skaut í varnarmann KR og í horn.

Það dró svo til tíðinda á 58.mínútu þegar KA menn voru í sókn. Harvey Willard náði að bjarga boltanum inná vellinum þegar hann var við það að fara út fyrir endalínu í vítateignum og kom boltanum Daníel Hafsteinsson. Daníel hamraði boltanum að marki, boltinn í Guy Smit og í netið, staðan orðin 1:1.

Sex mínútum síðar fengu KA menn hörkufæri. Jakob Snær Árnason sendi boltann inní teig KR-inga og Benoný Breki kom niður í vörnina og bjargaði með glæsilegri tæklingu áður að KA maður komst í boltann.

Á þessum tímapunkti voru KA menn ívið sterkari og fengu nokkrar hornspyrnu og öflug færi.

Þeir náðu svo að komast yfir á 71.mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA í deildinni. Viðar fékk góða sendingu frá Hallgrími Mar inn í vítateiginn vinstra megin og læddi boltanum framhjá Guy Smit og í hornið fjær.
Ákveðinn léttir fyrir Viðar, sem var svo í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Fjórum mínútu eftir mark Viðars fékk Harley Willard frábæra sendingu inní teig og skallaði boltann í þverslánna og niður, KA-menn svo nálægt því að tvöfalda forystuna.

Dramatískt jöfnunarmark

KR-ingar reyndu að jafna undir lokin og fengu gjörsamlega frábært færi til þess á 86.mínútu. Jóhannes Kristinn Bjarnason tíaði boltann upp í teignum með skallasendingun á Benoný Breka Andrésson sem átti þrumuskot yfir. Þarna hefði Benoný getað gert betur!

Það var svo á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem KR-ingar náðu loksins að bjarga andlitinu og jafna leikinn. Aron Sigurðarson fékk sendingu í vítateignum, skallaði á Finn Tómas Pálmason, varnarmann KR, sem skallaði boltann í netið, 2:2. Dómarinn flautaði leikinn svo fljótlega af og jafntefli niðurstaðan.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

KR 2:2 KA opna loka
90. mín. 4 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert