Bakverðir Skagamanna í bann

Jón Gísli Eyland Gíslason er á leiðinni í bann.
Jón Gísli Eyland Gíslason er á leiðinni í bann. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Bakverðirnir Johannes Björn Vall og Jón Gísli Eyland Gíslason verða ekki með ÍA í leik liðsins gegn Vestra í 17. umferð Bestu deildar karla á Ísafirði eftir Verslunarmannahelgina. 

Leikurinn fer fram miðvikudaginn 7. ágúst en þeir tveir fara í bann vegna fjögurra gulra spjalda. 

Þá er KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason á leiðinni í bann en hann missir af útileik KR gegn HK. 

Víkingurinn Pablo Punyed er kominn í bann og missir af leik Víkings gegn FH í Hafnarfirðinum. 

Stjörnumaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson er þá einnig á leiðinni í bann og missir af útileik gegn Fram. Þeir þrír fá bann fyrir fjögur gul spjöld, líkt og Skagamennirnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert