Bestur í fimmtándu umferð

Aron Bjarnason í Evrópuleik Breiðabliks og Tikvesh en Blikar mæta …
Aron Bjarnason í Evrópuleik Breiðabliks og Tikvesh en Blikar mæta einmitt Drita í Kósóvó í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aron Bjarnason kantmaður Breiðabliks var besti leikmaðurinn í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Aron átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik vann KR, 4:2, sunnudagskvöldið 21. júlí en 15. umferðin var leikin þá helgi og lauk síðan með frestuðum leik Fram og Vals í fyrrakvöld. Hann lagði upp tvö marka Blika í leiknum og ógnaði vörn KR stöðugt allan leikinn.

Aron er 28 ára gamall, uppalinn hjá Þrótti í Reykjavík og lék þar fyrstu tvö árin í meistaraflokki, síðan með Fram, ÍBV og Breiðabliki. Hann fór til Újpest í Ungverjalandi í ársbyrjun 2020, var í láni hjá Val þá um sumarið, en fór til Sirius í Svíþjóð árið 2021. Þaðan kom hann til Breiðabliks í janúar á þessu ári og gerði fjögurra ára samning við Kópavogsfélagið.

Nánar í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið 15. umferðar Bestu deildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert