Dramatík í sex marka jafntefli á Króknum

Jordyn Rhodes fagnar eftir að hafa jafnað metin í 3:3 …
Jordyn Rhodes fagnar eftir að hafa jafnað metin í 3:3 fyrir Tindastól í uppbótartímanum. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll og Þór/KA skildu jöfn, 3:3, í Norðurlandsslag Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli í kvöld.

Þór/KA virtist með sigurinn í hendi sér því liðið var yfir, 3:1, þegar nokkrar mínútur vor eftir. En Jordyn Rhodes minnkaði muninn í 3:2 á 86. mínútu og jafnaði síðan úr vítaspyrnu í uppbótartímanum.

Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði tvö marka Þórs/KA og Sandra María Jessen eitt en Elise Morris skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Tindastól.

Fór af stað með látum

Leikmenn Tindastóls byrjuðu leikinn með látum og strax á 3. mínútu leiksins átti Birgitta Rún Finnbogadóttir skot í þverslánna en hún fékk boltann eftir góða pressu Jordan Rhodes á Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þór/KA en gestirnir sluppu þarna með skrekkinn.

Eftir þessar fyrstu mínútur tók Þór/KA öll völd á vellinum án þess að skapa sér alvöru marktækifæri. Leikmenn Tindastóls ætluðu greinilega að treysta á skyndisóknir og úr einni slíkri á 23. mínútu leiksins fékk Tindastóll hornspyrnu sem Elísa Bríet Björnsdóttir tók stutt, hún fékk boltann aftur og sendi hann fyrir og þar kom Elise Anne Morris hlaupandi á nærstöngina og skallaði þetta í netið af stuttu færi.

Þór/KA náði að jafna metin á 36. mínútu en þá átti Sandra María Jessen góða sendingu fyrir mark Tindastóls og þar kom Monica Wilhelm, markmaður Tindastóls, út og sló boltann út í teiginn.

Þar var aftur á móti Karen María Sigurgeirsdóttir og hún tók á rás inn í teiginn og náði góðu skoti sem endaði í netinu. Sandra María Jessen kom svo liði Þór/KA yfir á 43. mínútu en þá átti Agnes Birta Stefánsdóttir flotta sendingu inn fyrir vörn Tindastóls og þar kom Sandra á ferðinni og setti boltann örugglega í markið.

Karen María Sigurgeirsdóttir skorar fyrir Þór/KA á Sauðárkróki í kvöld …
Karen María Sigurgeirsdóttir skorar fyrir Þór/KA á Sauðárkróki í kvöld og jafnar metin í 1:1. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Leikmenn Tindastóls komu sprækar til leiks í seinni hálfleik og pressuðu lið Þór/KA hærra upp á vellinum. Þar munaði miklu um Aldísi Maríu Jóhannsdóttur sem kom inn á í hálfleik hjá iiði Tindastóls. Strax á 49. mínútu var Elísa Bríet við það að sleppa í gegn en Agnes Birta Stefánsdóttir togaði hana niður og hefði alveg getað fengið rautt spjald fyrir en slapp með gult spjald.

Elísa Bríet tók sjálf aukaspyrnuna en setti skotið í þverslánna. Stuttu síðar fékk Jordyn Rhodes ljómandi fínt skallafæri en skalli hennar fór framhjá. Aftur á móti var það Þór/KA sem náði skora á 63. mínútu leiksins en þá kom sending inn á teig Tindastóls og þar var Hulda Ósk og hún setti boltann út á Bryndísi Eiríksdóttur sem sendi boltann á fjarstöngina og þar var Karen María Sigurgeirsdóttir alein og hún renndi boltanum í netið af stuttu færi. Staðan því orðin 3:1 fyrir Þór/KA.

Leikmenn Tindastóls létu þó þetta ekki trufla sig og héldu áfram að sækja. Jordyn Rhodes fékk tvö fín færi stuttu eftir þriðja mark Þór/KA en Harpa varði í bæði skiptin vel frá henni.

Þór/KA fékk svo mjög gott færi til að gera út um leikinn á 78. mínútu leiksins en þá fékk Þór/KA óbeina aukaspyrnu eftir að varnarmaður hafði sparkað boltanum frá sóknarmanni Þór/KA sem var að sleppa í gegn og Monica tók boltann upp í markinu. Guðmundur Páll Friðbertsson dæmdi óbeina aukaspyrnu sem var ansi hæpinn dómur en eftir mikil læti eftir þennan dóm á hliðarlínunni átti Sandra María skot sem var varið á marklínu.

Leikmenn Tindastóls héldu áfram að herja á mark Þór/KA og loksins náðu þær að minnka muninn en það gerði Jordyn Rhodes en á 86. mínútu tók Laufey Harpa Halldórsdóttir hornspyrnu og hitti beint á kollinn á Rhodes sem stangaði boltann í netið.

Það leit svo allt út fyrir það að Þór/KA væri að sigla sigrinum heim en á 93. mínútu leiksins dæmdi Guðmundur vítaspyrnu á Þór/KA en þá átti Laufey skot að marki og boltinn fer í Bríeti Jóhannsdóttur en hún var með hendurnar við líkamann þannig að þetta var ansi harður dómur að dæma hendi á hana þarna.

Jordyn Rhodes fór á punktinn og negldi boltanum í þverslánna og inn og jafnaði metin í dramatískan hátt. Lokatölur voru því 3:3 sem voru kannski sanngjörn úrslit en því miður verður það dómari leiksins sem verður líklega mest í umræðunni eftir þennan leik.

Tindastóll spilar næst við Þrótt í Bestu deild kvenna en leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli föstudaginn 9. ágúst. Þór/KA á aftur á móti útileik í næstu umferð við Breiðablik á Kópavogsvelli laugardaginn 10. ágúst.

Meira um leikinn fljótlega

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Drita 1:0 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið 1:0 - Þessu er lokið í Kósovó. Drita vinnur þetta 1:0 og er komið áfram í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, samanlagt 3:1. Blikar úr leik. Svekkjandi.
Þróttur R. 4:2 Keflavík opna
90. mín. Sigríður Th. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) skorar +2 4:2 - Innsiglir sigur Þróttara! Jelena með sendingu í blindni á Sigríði sem er með Freyju ein gegn Salomé. Sigríður fer í skotið og setur boltann snyrtilega í netið.
Fylkir 0:1 Stjarnan opna
90. mín. Erin McLeod (Stjarnan) fær gult spjald +4

Leiklýsing

Tindastóll 3:3 Þór/KA opna loka
90. mín. Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) kemur inn á +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert