Endurkoma Þróttar í Laugardalnum

Leikmenn einbeittir í kvöld.
Leikmenn einbeittir í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Þróttur úr Reykjavík kom til baka gegn Keflavík og vann 4:2 í 15. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Laugardalnum í kvöld.

Þróttur er þar með 17 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Keflavík er í tíunda og neðsta sæti með níu stig. 

Keflavík komst yfir á 27. mínútu leiksins. Þá lék Melanie Forbes á Jelenu Tinnu Kujundzic og gaf boltann þvert fyrir markið. 

Þaðan fór boltinn af Sóleyju Maríu Steinarsdóttur og í netið, 1:0 fyrir Keflavík. 

Keflvíkingar fengu víti á 35. mínútu leiksins. Þá braut Álfheiður Rósa Kjartansdóttir á Anitu Lind Daníelsdóttur inn í teig Þróttara og Gunnar Freyr Róbertsson benti á punktinn. 

Á hann steig Anita sjálf og skoraði af öryggi, 0:2. 

Keflvíkingar fagna fyrra marki sínu.
Keflvíkingar fagna fyrra marki sínu. mbl.is/Hákon Pálsson

Endurkoma Þróttar

Þróttarar minnkuðu muninn undir lok fyrri hálfleiks. Þá tók Sæunn Björnsdóttir aukaspyrnu sem fór í gegnum allan pakkann, af varnarmanni Keflavíkur og í netið, 1:2. 

Síðan var komið á Maríu Evu Eyjólfsdóttur. Hún gaf boltann fyrir á 68. mínútu og þaðan skallaði Eva Lind Daníelsdóttir boltann í netið. Boltinn var hins vegar á leiðinni á markið og skráð á Maríu. 

María fullkomnaði síðan endurkomu Þróttar á 79. mínútu. Þá átti Freyja Karín Þorvarðardóttir skot sem Vera Varis markvörður Keflavíkur varði. Boltinn barst síðan til Maríu Evu sem setti hann í netið af stuttu færi, 3:2. 

Sigríður Th. Guðmundsdóttir innsiglaði síðan sigur Þróttar undir lok leiks með góðri afgreiðslu eftir sendingu Jelenu Tinnu, 4:2. 

Þróttur heimsækir Tindastól í næstu umferð en Keflavík fær Víking í heimsókn. 

Sóley María Steinarsdóttir í leik kvöldsins.
Sóley María Steinarsdóttir í leik kvöldsins. mbl.is/Hákon Pálsson
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Drita 1:0 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið 1:0 - Þessu er lokið í Kósovó. Drita vinnur þetta 1:0 og er komið áfram í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, samanlagt 3:1. Blikar úr leik. Svekkjandi.
Tindastóll 3:3 Þór/KA opna
90. mín. Tindastóll fær víti +2 - Tindastóll fær víti. Dæmd hendi á Bríeti en þetta var bara rangur dómur. Ég er ekki vanalega að tjá um einstaka dóma en þetta er hræðilegur dómur hjá Guðmundi. Bríet var með hendurnar alveg upp við líkamann.
Fylkir 0:1 Stjarnan opna
90. mín. Erin McLeod (Stjarnan) fær gult spjald +4

Leiklýsing

Þróttur R. 4:2 Keflavík opna loka
90. mín. Sigríður Th. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) skorar +2 4:2 - Innsiglir sigur Þróttara! Jelena með sendingu í blindni á Sigríði sem er með Freyju ein gegn Salomé. Sigríður fer í skotið og setur boltann snyrtilega í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert