Refsað fyrir slaka byrjun

Eyrún Embla Hjartardóttir keyrir upp með boltann á Fylkisvellinum.
Eyrún Embla Hjartardóttir keyrir upp með boltann á Fylkisvellinum. mbl.is/Hákon Pálsson

Eftir góða fyrstu mínútu Fylkiskvenna hrundi leikur liðsins, Stjarnan gekk á lagið og skoraði en eftir það jafnaðist leikurinn. 

Þegar upp var staðið reyndist þetta eina mark skipta öllu, Stjarnan vann 1:0. 

Niðurstaðan breytti ekki stöðu Fylkis í 9. sætinu og Stjarnan heldur áfram 6. sæti sínu en er nú með jafnmörg stig og FH en einu minna Víkingur í fjórða sætinu.  Leikið var á Árbæjarvelli í 15. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.

Fylkiskonur byrjuðu með látum en það stóð aðeins yfir í mínútu eða svo því þá tóku Garðbæingar við sér og náðu má segja fullri stjórn á leiknum.  

Strax á 2. mínútu átti Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir gott skot eftir sprett upp vinstri kantinn og á 6. mínútu átti Hrefna Jónsdóttir hörkuskot að marki Fylkis en boltinn fór yfir

Mark lá í loftinu og á 10. mínútu skoraði Hrefna Jónsdóttir af stuttu færi eftir að Anna María Baldursdóttir skallaði boltann í stöngina en á meðan var vörn Fylkis í mesta basli með að sparka boltanum frá markinu, staðan 0:1.

Á 13. mínútu átti Henríetta Ágústsdóttir ágætt en laust skot að marki Fylkis og rétt eftir það átti Andrea Mist Pálsdóttir hörkuskot af löngu færi en boltinn rétt yfir slánna.

Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Stjarnan átt öll 6 skot leiksins og líka allar 6 hornspyrnurnar.  Ekki gott fyrir Fylki, sem átti í vök að verjast.  

Fylkiskonur fóru aðeins að bíta frá sér, aðeins minna stress og meira öryggi.  Á 36. mínútu kom fyrsta færi Fylkis þegar Eva Rut Ásþórsdóttir fékk boltann á móti sér út úr teignum en fast skot hennar með jörðinni fór rétt framhjá.

Þremur mínútum síðar átti Helga Guðrún Kristinsdóttir skalla úr miðjum vítateig eftir frábæra sendingu af hægri kanti en Erin McLoud markmaður Stjörnunnar varði með tilþrifum í horn.

Garðbæingar vöknuðu við vondan draum eftir að hafa stýrt leiknum og á 40. mínútu lét Hulda Hrund Arnarsdóttir vaða af 25 metra færi á mark Fylkis, boltinn fór í slánna og síðan í Tinnu Brá markvörð Stjörnunnar en hún náði að snúa og taka boltann.

Guðrún Karitas Sigurðardóttir átti síðasta færi fyrri hálfleiks en Erin í marki Garðbæinga varði skot hennar úr miðjum vítateig í horn á 44. minútu.

Árbæingar voru heldur ákveðnari í byrjun síðari hálfleiks og Guðrún Karitas og Klara Mist Karlsdóttir reyndu skot en nokkuð framhjá markinu, reyndu þó.

Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik voru Stjörnukonur búnar að ná áttum, sóknir þyngdust og á 55. mínútu átti Andrea Mist hörkuskot utan vítateigs en Tinna Brá náði að slá boltann yfir markið.

Aftur small boltinn í slánni, nú þegar Úlfa Dís átti þrumuskot utan teigs og boltinn skoppaði aftur út á völlinn.

Það sem eftir lifði leiks var mest barátta en minna af góðum færum.  Fylkiskonur reyndu þó að feta sig framar en gekk illa að finna glufu í vörn Garðbæinga, sem í staðinn voru viðbúnir að refsa með snöggum sókn en það gekk heldur ekki upp.    

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Drita 1:0 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið 1:0 - Þessu er lokið í Kósovó. Drita vinnur þetta 1:0 og er komið áfram í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, samanlagt 3:1. Blikar úr leik. Svekkjandi.
Tindastóll 3:3 Þór/KA opna
90. mín. Tindastóll fær víti +2 - Tindastóll fær víti. Dæmd hendi á Bríeti en þetta var bara rangur dómur. Ég er ekki vanalega að tjá um einstaka dóma en þetta er hræðilegur dómur hjá Guðmundi. Bríet var með hendurnar alveg upp við líkamann.
Þróttur R. 4:2 Keflavík opna
90. mín. Sigríður Th. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) skorar +2 4:2 - Innsiglir sigur Þróttara! Jelena með sendingu í blindni á Sigríði sem er með Freyju ein gegn Salomé. Sigríður fer í skotið og setur boltann snyrtilega í netið.

Leiklýsing

Fylkir 0:1 Stjarnan opna loka
90. mín. +4 mínútur í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert