Léku Grindvíkinga grátt síðasta korterið

Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrsta mark Aftureldingar.
Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrsta mark Aftureldingar.

Afturelding er komin í sjötta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir sterkan útisigur á Grindavík, 3:0, í Safamýrinni í kvöld. 

Afturelding er nú með 20 stig í sjötta sæti en Grindavík er í níunda sæti með 17 stig. 

Markvörður Grindavíkur Aron Dagur Birnuson varði víti frá Elmari Kára Enessyni Cogic  69. mínútu.

Elmar bætti upp fyrir það átta mínútum síðar þegar hann kom Aftureldingu yfir, 1:0. 

Sævar Atli Hugason bætti við öðru marki á 83. mínútu og Andri Freyr Jónasson innsiglaði sigur Mosfellinga í uppbótartíma, 3:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert