15 ára skoraði sigurmarkið – enn tapa botnliðin

Grótta er komin í þriðja sæti deildarinnar.
Grótta er komin í þriðja sæti deildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grótta vann botnlið ÍR, 1:0, í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í kvöld. 

Grótta er komin upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og ÍBV í öðru sæti. ÍR er í neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. 

Sigurmark Gróttu skoraði hin 15 ára gamla Rebekka Sif Brynjarsdóttir. 

ÍA vann þá Selfoss, 1:0, á Akranesi. 

Sigurmark Skagakvenna skoraði Erna Björt Elíasdóttir á 43. mínútu leiksins. Skagaliðið er í fimmta sæti með 19 stig en Selfoss er í níunda og næstneðsta með tíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert