Ekki í boði að fá á sig þrjú mörk

Arnar Eiríksdóttir fyrirliði FH býr sig undir að verjast skoti …
Arnar Eiríksdóttir fyrirliði FH býr sig undir að verjast skoti Bergdísar Sveinsdóttur í Víkinni í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

„Við byrjuðum ótrúlega vel, sérstaklega fyrstu þrjátíu mínúturnar en svo nær Víkingur að skora og svo veit ég ekki hvað hægt er að segja um síðari hálfleikinn,“ sagði Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH eftir 3:2 tap fyrir Víkingum þegar liðin mættust í 15. umferð efstu deildar kvenna í Víkinni í kvöld.

Veðrið var meira í átt að vor- eða haustveðri en Arna sagði það bara betra, biði uppá líflegri leik. „Mér fannst fínt veður til að spila fótbolta, boltinn rennur vel svo leikurinn verður hraðari og vindurinn var ekkert sérlega að trufla okkur, bætti fyrirliðinn við en að nú verði að gera eitthvað í málunum hjá FH.“   

FH er enn í 5. sæti deildarinnar með 19 stig, vantar fjögur mörk til að ná Víkingum en þurfa frekar að gæta sín Stjörnunni sem er líka með 19 stig en örlítið slakari markatölu og á Þrótti með sín 17 stig.  FH eftir að spila við Fylki, Keflavík og Val en fyrirliðinn segir að liðið verði að hífa upp sokkana. „Við erum svo sem enn í þessu fimmta sæti, sem er jákvæður punktur en erum nú búnar að tapa fjórum leikjum í röð svo við þurfum eitthvað að líta inná við.  Það er hellings gæði í liði okkar og í leik eins og dag þá eigum við bara að gera út um hann því við fáum helling af gæðum og það er ekki í boði fyrir okkur að fá á okkur þrjú mörk en við eigum nóg inni,“ bætti Arna fyrirliði við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert