Keflavík upp í fjórða sæti með dramatík

Keflvíkingar unnu dramatískan sigur.
Keflvíkingar unnu dramatískan sigur. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Keflavík er komin upp í fjórða sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Þór, 3:2, í 1. deild karla í knattspyrnu í Keflavík í kvöld. 

Keflavík er með 24 stig í fjórða sæti en ÍR er í fimmta með 23. Þór er í áttunda sæti með 17 stig. 

Oleksii Kovtun kom Keflavík yfir á sjöundu mínútu leiksins en Rafael Victor jafnaði metin fyrir Þór níu mínútum síðar, 1:1. 

Mihael Miaden kom Keflavík aftur yfir á 33. mínútu en Aron Ingi Magnússon jafnaði metin á ný fyrir Akureyrarliðið á 63. mínútu, 2:2. 

Varamaðurinn Kári Sigfússon skoraði síðan sigurmark Keflvíkinga undir blálok leiks og tryggði þeim góðan sigur, 3:2. 

Jafnmörg rauð og mörk 

Mikið gerðist í leik Dalvíkur/Reynis og ÍR á Dalvík í kvöld en þar enduðu leikar 1:1. 

Nikola Kristinn Stojanovic í liði Dalvíkur fékk rautt spjald strax á tíundu mínútu leiksins. 

Þrátt fyrir það kom Áki Sölvason Dalvíkingum yfir á 67. mínútu úr vítaspyrnu, 1:0. 

Sæmundur Sven A. Schepsky fékk þá rautt í liði ÍR á 75. mínútu en Marteinn Theodórsson jafnaði metin fyrir Breiðhyltinga á 90. mínútu, 1:1. 

Dalvíkurliðið er í neðsta sæti deildarinnar, nú með tíu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert