Leikur í takt við veðrið er Fylkir og Fram skildu jöfn

Magnús Þórðarson með boltann. Orri Sveinn Sagetta eltir hann.
Magnús Þórðarson með boltann. Orri Sveinn Sagetta eltir hann. mbl.is/Hákon Pálsson

Fylkir og Fram skildu jöfn, 0:0, í Árbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var ekki sá fjörugasti í sumar en bæði lið fengu þó ágætis færi til að skora. Kyle McLagan fékk besta færi Fram strax á 5. mínútu en hann setti boltann þá framhjá markinu af stuttu færi eftir klaufagang í vörn heimamanna eftir aukaspyrnu.

Emil Ásmundsson fékk besta færi Fylkis og um leið besta færi fyrri hálfleiks á 33. mínútu. Arnór Breki Ásþórsson átti þá frábæra fyrirgjöf frá vinstri en skalli Emils af nærsvæðinu fór framhjá nærstönginni. Það var því allt markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Leikurinn lifnaði ekki beint við í seinni hálfleik heldur fór hann frekar í hina áttina ef eitthvað var. Fátt var um fína drætti og kom varla færi. Helsta hættan á báðum endum skapaðist eftir föst leikatriði en þrátt fyrir það kom í raun og veru varla marktækifæri. Það sem vakti kannski helsta lukku var þegar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, setti miðvörðinn reynslumikla, Ásgeir Eyþórsson inná sem fremsta mann á 72. Mínútu.

Svo fór að leiknum lauk með markalausu jafntefli í afar bragðdaufum leik. Fylkir er því nú með jafn mörg stig og Vestri í botnsætum deildarinnar. Fram fer upp að hlið Stjörnunnar, í 6. - 7. sætið. 

M-einkunnagjöfin og einkunn dómara verða í Morgunblaðinu á föstudaginn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 1:0 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Risasigur Vals staðreynd.
Víkingur R. 3:2 FH opna
90. mín. Arna Eiríksdóttir (FH) fær gult spjald +1.

Leiklýsing

Fylkir 0:0 Fram opna loka
90. mín. Uppbótartíminn verður að lágmarki þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert