Löng ferðalög hjá íslensku liðunum

Guðmundur Kristjánsson í baráttu í fyrri leik Stjörnunnar gegn Paide.
Guðmundur Kristjánsson í baráttu í fyrri leik Stjörnunnar gegn Paide. mbl.is/Arnþór Birkisson

Víkingur, Stjarnan og Valur spila öll seinni leikinn í einvígi þeirra í 2.um­ferð undankeppni Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu á morgun.

Víkingar eru komnir til  Shkodër eftir stutt stopp í Róm og 17 tíma ferðalag en liðið mætir albanska liðinu Egnatia annað kvöld. Staðan í einvíginu er 1:0 fyrir Egnatia.

Leikmenn Stjörnunnar gistu eina nótt í Helsinki og flugu til Tallinn í dag og tóku þaðan rútu til Pärnu. Stjarnan er eina íslenska liðið sem er yfir í einvíginu fyrir útileikinn en staðan er 2:1 fyrir Stjörnunni gegn Paide frá Lettlandi.

Skjáskot/Stjarnan

Valur fékk þægilegt ferðalag en liðið mætir St. Mirren í Skotlandi. Staðan er 0:0 í þeirra einvígi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert