Ríkuleg uppskera Víkinga skilaði þremur stigum gegn FH

Víkingar fagna jöfnunarmarki Shaina Ashouri.
Víkingar fagna jöfnunarmarki Shaina Ashouri. mbl.is/Hákon Pálsson

Víkingskonur gáfu allt sitt og börðust eins og ljón, unnu upp tveggja marka forskot FH,  börðumst svo fyrir tveimur mörkum og fengu síðar ríkulega greitt fyrir baráttuna með sigurmarki á 87. mínútu í 3:2 sigri þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld er leikið var í 15. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.

Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu með meiri látum og á 3. mínútu átti Snædís María Jörundsdóttir ágætt skot rétt utan við markteigslínu en skotið ekki nógu fast og Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir í marki Víkinga varði í horn.

Eftir um tíu mínútna leik fóru Víkingar að koma sér inn í leikinn og þá jókst sóknarþunginn.  Á 12. mínútu átti Bergdís Sveinsdóttir ágætt skot utan teigs en á 13. mínútu gaf Freyja Stefánsdóttir hnitmiðað sending inn fyrir vörn FH á Lindu Líf Boama en hún náði ekki nógu vel til boltans og skaut framhjá af mjög stuttu færi.

Þó Víkingar væru meira með boltann tókst vörn FH-ingum að koma í veg fyrir skot á markið og jafnvel færi.  Þá urðu Víkingar að vara sig, að fá ekki hraða sókn í bakið.

Víkingar sóttu þó og á 21. mínútu komst Freyja með boltann inn í vítateig FH hægra megin, rakti að markinu en Aldís Guðlaugsdóttir markmaður FH kom út á móti af krafti og sparkaði boltanum útaf rétt við tærnar á Freyju.

Eins og við manninn mælt þá skoraði FH, einmitt úr skyndisókn á 21. mínútu þegar Elísa Lana Sigurjónsdóttir rauk með boltann upp vinstri kantinn og rétt utan við markteigslínu lét hún vaða, boltinn undir Sigurborgu markvörð Víkinga, sem hefði jafnvel mátt koma betur út á móti.  Staðan 0:1.

Víkingar héldu áfram að sækja en FH-konur voru komnar á bragðið, komnar með uppskriftina og á 34. mínútu rauk Thelma Karen upp hægri kantinn og gaf síðan þvert fyrir á Hildigunni Ýr Benediktsdóttir sem stödd var á við miðja vítateigslínuna.  Tók sér tíma til að leggja boltann fyrir sig og skaut síðan undir Sigurborgu markmann.  Staðan orðin 0:2.

Það örlaði á óöryggi hjá Víkingum og Thelma Karen var nálægt því að bæta við þriðja marki FH en hitti boltann illa úr ágætu færi.

Þetta óöryggi brá síðan skart af Víkingum á 45. mínútu átti Shaina Ashouri gott skot úr vítateignum, sem Aldís varði vel út í teig.  Sókninni var hinsvegar ekki lokið og eftir að hafa athafnað sig um tíma inni í vítateig FH barst boltinn til Lindu Líf Boama hægra megin í teignum og hún einfaldlega skaut undir Aldísi í markinu, staðan orðin 1:2.

Áður en mínúta var liðin af síðari hálfleik höfðu Víkingskonur jafnað í 2:2.  Komust upp hægri megin, boltinn barst svo út til vinstri þar sem Shaina Ashouri þrumaði í hægra hornið.  Kröftug sókn og ákefð, staðan 2:2.

Víkingar voru heldur ákveðnari, eltu hvern bolta og leikmenn FH, sem fengu lítinn tíma með boltann.  Á 53. mínútu átti Freyja skot á mark FH þegar hún fékk boltann á móti sér inni í vítateig en skotið var beint á Aldísi í marki FH.

FH-ingar samt ekkert hættir og á 58. mínútu átti Breukelen Woodard skallabolta utan úr teig á mark Víkinga en Sigurborg í markinu stökk upp og greip boltann.

FH átti líka næsta færi þegar skot Snædísar Maríu Jörundsdóttur utan teigs fór svolítið framhjá á 70. minútu.

Engu að síður var mun meiri barátta í Víkingum, sem börðumst um hvern bolta og verulega reyndu en gekk illa að skapa sér góð færi.  Það bráði þó aðeins af þeim er leið að leikslokum – eins og best væri að halda stiginu en slíkt kann ekki góðri lukka að stýra.

Svo skilaði barátta ríkri uppskeru þegar Emma Steinsen gaf frá vörninni boltann inn í miðjan vítateig FH, þar sem Shaina lagði hann fyrir sig og þrumaði niður í hægra hornið til að skora sigurmarkið, 3:2.

Næstu leikir liðanna í 16. umferð, þá fara Víkingskonur til Keflavíkur  og FH fær Fylki í heimsókn á Kaplakrika.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 1:0 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Risasigur Vals staðreynd.
Fylkir 0:0 Fram opna
90. mín. Daði Ólafsson (Fylkir) fær gult spjald +3 - Brýtur á Fred og lætur svo aðeins finna fyrir sér.

Leiklýsing

Víkingur R. 3:2 FH opna loka
90. mín. +4 í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert