Stórleikur í Bestu deild í kvöld

Barbára Sól skoraði sigurmark Blika gegn Val í maí.
Barbára Sól skoraði sigurmark Blika gegn Val í maí. mbl.is/Eyþór Árnason

Valur og Breiðablik mætast í toppslag í Bestu deild kvenna í fótbolta klukkan 18.00 á Hlíðarenda í dag. Liðin eru hnífjöfn með 39 stig í fyrsta og öðru sæti.

Breiðablik og Valur hafa bæði unnið 13 leiki og tapað einum í 14 umferðum hingað til. Valur tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli, 2:1, í sjöttu umferð en Breiðablik tapaði gegn Víkingum, 2:1, í níundu umferð og hvorugt liðið hefur gert jafntefli.

Breiðablik er á toppi deildarinnar út af markatölu (30 í plús) en liðið hefur skorað 34 mörk og aðeins fengið fjögur á sig. Valur er með 27 í plús í markatölu og hefur skorað 40 mörk en fengið 13 mörk á sig hingað til.

Bæði lið hafa unnið síðustu fimm leiki en Blikar hafa ekki fengið á sig mark síðan gegn Víkingum í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert