Valur tók toppsætið af Breiðabliki

Valskonur fagna marki Katie Cousins.
Valskonur fagna marki Katie Cousins. mbl.is/Hákon Pálsson

Valur og Breiðablik mættust í sannkölluðum stórleik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda þar sem Valur hafði betur, 1:0.

Liðin voru með jafn mörg stig fyrir leikinn en Breiðablik var ofar vegna maratölu. Með sigrinum tók valur toppsætið og er með 42 stig og Blikar í öðru með 39.

Valsarar byrjuðu mun betur og tóku völdin strax á upphafsmínútunni. Blikar komust varla yfir miðju og Valur fékk fullt af tækifærum eftir brösuglegt uppspil Blika og skoruðu fyrsta markið eftir það. Ásta Eir Árnadóttir sendi erfiða sendingu upp völlinn og Berglind Rós Ágústdóttir vann boltann og kom honum á Ragnheiði Þórunn Jónsdóttir sem sendi fyrir, þar var Katie Cousin með tíma og pláss rétt fyrir utan vítateig og sendi boltann í markið niðri í vinstra hornið. 

Valsarar héldu áfram að sækja allan hálfleikinn, Ásta Eir bjargaði á línu eftir horn og Blikar náðu varla að tengja tvær sendingar framan og komust tæplega  yfir miðju.

Blikar fengu þó fínt færi til þess að jafna á 39. mínútu þegar Birta Georgs sendi boltann fyrir og Katrín Ásbjörnsdóttir var vel staðsett á vítateigslínunni og fór í skot sem fór rétt framhjá.

Blikar komu betur stefndir inn í seinni hálfleik en Valsarar fengu hættulegri færi til að byrja með og Natasha Ansi var nálægt því að pota boltanum í netið hjá sínu gamla félagi en setti hann rétt framhjá.

Blikar áttu skot á markið á 55. mínútu eftir fínt spil, frá hægri yfir á vinstri og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir fór í skot sem Fanney Inga Birkisdóttir varði.

Katie var nálægt því að skora annað þegar níu mínútur voru eftir, svipað færi og hún skoraði markið úr en Telma Ívarsdóttir varði og Valur sigraði, 1:0.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 3:2 FH opna
90. mín. Arna Eiríksdóttir (FH) fær gult spjald +1.
Fylkir 0:0 Fram opna
45. mín. Hálfleikur Markalaust að loknum fyrri hálfleik! Ekki fjörugasti hálfleikur tímabilsins en bæði lið fengu þó ágætis tækifæri til að skora.

Leiklýsing

Valur 1:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Risasigur Vals staðreynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert