15/16. umferð: Leifur, Nikolaj og Helgi í sama leik

Leifur Andri Leifsson lék sinn 300. deildaleik gegn Víkingi.
Leifur Andri Leifsson lék sinn 300. deildaleik gegn Víkingi. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Fyrirliðar Víkings og HK náðu báðir stórum áföngum þegar lið þeirra mættust í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðasta sunnudagskvöld og þriðji leikmaðurinn bættist í hópinn í sama leiknum.

Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK er einn af örfáum leikmönnum sem hafa spilað 400 mótsleiki fyrir eitt félag á Íslandi og hann náði þeim áfanga í Víkingsleiknum að spila sinn 300. leik í deildakeppninni.

Af þeim eru 285 fyrir HK í þremur efstu deildunum og 15 með Ými, venslaliði HK, í 3. deildinni en þar hóf hann meistaraflokksferlinn árið 2007. Leifur hefur síðan spilað samfleytt með HK frá árinu 2009.

Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk gegn HK og hefur nú …
Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk gegn HK og hefur nú gert 50 mörk fyrir Víking í efstu deild. mbl.is/Hákon

Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings skoraði tvö marka Víking í öruggum sigri á HK, 5:1, og þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Víkings til að skora 50 mörk fyrir félagið í efstu deild. Áður hafði hann skorað fjögur mörk fyrir Val og Nikolaj er nú orðinn fjórði markahæsti erlendi leikmaðurinn í deildinni með 54 mörk, á eftir Patrick Pedersen (111), Steven Lennon (101) og Gary Martin (57).

Helgi Guðjónsson náði líka áfanga í leiknum sem var hans 100. leikur í efstu deild. Helgi skoraði eitt marka Víkings og varð með því þriðji markahæstur í sögu Víkings í efstu deild með 27 mörk, á eftir Nikolaj Hansen (50) og Heimi Karlssyni (37).

Helgi Guðjónsson er kominn með 100 leiki í deildinni.
Helgi Guðjónsson er kominn með 100 leiki í deildinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Þessi samantekt nær yfir þá leiki í 15. og 16. umferð sem voru spilaðir frá 20. til 31. júlí. Í 15. umferðinni varð Höskuldur Gunnlaugsson fjórði leikmaðurinn í sögu Breiðabliks til að skora 40 mörk í efstu deild karla, þegar hann skoraði í sigri Blika á KR, 4:2. Hinir eru Kristinn Steindórsson (59), Thomas Mikkelsen (41) og Árni Vilhjálmsson (40).

Úrslit­in í 15/16. um­ferð:

HK - Vestri 1:1
KA - Vík­ing­ur R. 1:0
Breiðablik - KR 4:2
Stjarn­an - Fylk­ir 2:0
FH - ÍA 1:1
Vestri - FH 0:2
ÍA - Stjarnan 1:3
Fram - Val­ur 4:1
Víkingur R. - HK 5:1
KR - KA 2:2
Fylkir - Fram 0:0

Marka­hæst­ir í deild­inni:
13 Vikt­or Jóns­son, ÍA
12 Pat­rick Peder­sen, Val

8 Emil Atla­son, Stjörn­unni
7 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.
7 Jónatan Ingi Jóns­son, Val

6 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.

6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val

6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
5 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
5 Arnþór Ari Atla­son, HK

5 Daní­el Haf­steins­son, KA
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Nikolaj Hansen, Víkingi R. 
5 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
5 Úlfur Ágúst Björns­son, FH

Næstu leik­ir:
6.8. KA - Valur (óvíst)
6.8. Fram - Stjarnan (óvíst)
6.8. FH - Víkingur R. (óvíst)
6.8. Breiðablik - Fylkir
7.8. Vestri - ÍA
7.8. HK - KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert