Aron Einar heim í Þór

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson Arnþór Birkisson

Aron Einar Gunnarsson verður kynntur sem leikmaður Þórs síðdegis en félagið hefur boðað til blaðamannafundar í Hamri klukkan hálf fimm í dag.

Aron Einar yfirgaf Þór og hélt í atvinnumennsku árið 2007 en Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, sagði á dögunum að mögulega myndi Aron snúa heim og spila fyrir Þór í sumar.

Fótbolti.net greinir frá því að líklega muni Aron fara strax á láni til Kortrijk í Belgíu og spila fyrir Frey Alexandersson í A-deildinni þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert