Marvin Darri Steinarsson hefur verið lánaður til ÍA frá Vestra í Bestu deild karla í fótbolta. Marvin er Skagamaður að upplagi en hefur leikið á Vestfjörðum undanfarin þrjú tímabil.
William Eskelinen hefur varið mark Vestra að undanförnu og Sveinn Sigurður Jóhannsson gekk til liðs við Djúpmenn frá Val til að veita honum samkeppni. Marvin átti gott tímabil á síðasta ári þegar Vestri tryggði sér sæti í efstu deild en fékk ekki traustið í ár.
Hjá ÍA mun Marvin berjast við Árna Marinó Einarsson um markmannstöðuna.