Leik FH og Víkings flýtt

FH og Víkingur mætast á mánudagskvöld.
FH og Víkingur mætast á mánudagskvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Viðureign FH og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta sem fram átti að fara á þriðjudagskvöldið kemur hefur verið flýtt um sólarhring í kjölfar sigurs Víkinga á Egnetia í kvöld.

Leikurinn fer fram í Kaplakrika á mánudagskvöldið 5. ágúst klukkan 19.15.

Leikir Vals og Stjörnunnar gegn KA og Fram verða hins vegar á sínum stað á þriðjudagskvöldið eftir að liðin féllu út úr Sambandsdeildinni í kvöld.

Víkingar eru nú eina íslenska liðið sem er eftir í undankeppni Sambandsdeildarinnar en þeir mæta Flora Tallinn á heimavelli fimmtudagskvöldið 8. ágúst og aftur í Tallinn fimmtudaginn 15. ágúst.

Leik Vals og Breiðabliks í 16. umferð sem átti að fara fram um síðustu helgi var frestað vegna Evrópuleikjanna og hann hefur ekki verið settur á nýjan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert