Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, kemur inn í þjálfarateymi KR í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Þetta tilkynnti KR í dag en Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari meistaraflokks karla, bað hann um að koma inn í þjálfarateymið. Liðið er í níunda sæti,þremur stigum frá fallsæti og hefur ekki unnið leik síðan í maí.
Óskar mun svo taka við liðinu að tímabili loknu ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum.
Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur