Þrír sem spila í Danmörku í U17

Tómas Óli Kristjánsson er leikmaður AGF.
Tómas Óli Kristjánsson er leikmaður AGF. Ljósmynd/Stjarnan

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu, hefur valið 20 manna hóp sem tekur þátt á alþjóðlegu móti sem fram fer í Ungverjalandi dagana 12.-18.ágúst næstkomandi.

Helgi Hafsteinn Jóhannsson, Kristian Þór Hjaltason og Tómas Óli Kristjánsson leika í Danmörku en Kristian og Tómas eru hjá AaB og Tómas er hjá AGF.

Ísland mætir heimamönnum, Ítalíu og Suður-Kóreu á mótinu.

Hópurinn:

Helgi Hafsteinn Jóhannsson AaB
Styrmir Jóhann Ellertsson ÍA
Kristian Þór Hjaltason AGF
Björgvin Brimi Andrésson KR
Tómas Óli Kristjánsson AGF
Egill Ingi Benediktsson Leiknir R.
Gylfi Berg Snæhólm Breiðablik
Karan Gurung Leiknir R.
Gunnleifur Orri Gunnleifsson Breiðablik
Alexander Máni Guðjónsson Stjarnan
Ketill Orri Ketilsson FH
Ásbjörn Líndal Arnarsson Þór Ak.
Guðmar Gauti Sævarsson Fylkir
Einar Freyr Halldórsson Þór Ak.
Sölvi Svær Ásgeirsson Grindavík
Sigurður Jökull Ingvason Þór Ak.
Birkir Hrafn Samúelsson ÍA
Sverrir Páll Ingason Þór Ak.
Gabríel Snær Gunnarsson ÍA
Jón Breki Guðmundsson Þróttur N.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert