Camryn Hartman, vinstri bakvörður kvennaliðs Vals í fótbolta, er með slitið krossband og leikur ekki meira með Hlíðarendaliðinu í Bestu deildinni á tímabilinu.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, staðfesti þetta í samtali við fótbolti.net en Hartman lék ellefu leiki á tímabilinu.
Valskonur skutust upp fyrir Breiðablik á toppi deildarinnar með sigri í innbyrðisviðureign liðanna í gær.