Vorum ekki á réttri leið með liðið

Arnar Grétarsson á hliðarlínunni gegn Fram þar sem Valur tapaði …
Arnar Grétarsson á hliðarlínunni gegn Fram þar sem Valur tapaði 4:1. Það reyndist hans síðasti deildarleikur með liðið, sem tapaði síðan 4:1 fyrir St. Mirren í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að karlalið félagsins hafi ekki verið á réttri leið undir stjórn Arnars Grétarssonar.

Valsmenn tilkynntu núna á ellefta tímanum í kvöld að Arnari hefði verið sagt upp störfum og Srdjan Tufegdzic hefði verið ráðinn í hans stað og  skrifað undir þriggja ára samning.

„Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin," segir Börkur í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Vals.

„Við þökkum Adda fyrir allt það sem hann hefur gert síðan hann kom til okkar og óskum honum alls hins besta," segir Börkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert