Best í fimmtándu umferð

María Eva Eyjólfsdóttir átti stóran þátt í sigri Þróttar á …
María Eva Eyjólfsdóttir átti stóran þátt í sigri Þróttar á Keflavík. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

María Eva Eyjólfsdóttir, hægri bakvörður Þróttar, var besti leikmaðurinn í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

María lék mjög vel og fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu þegar Þróttarkonur lögðu Keflvíkinga að velli í Laugardalnum á þriðjudagskvöldið, 4:2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma í leiknum. Hún var eini leikmaðurinn í deildinni sem fékk tvö M í 15. umferð.

Hún skoraði tvö markanna, hennar fyrstu á þessu tímabili, en hún hafði áður skorað þrjú mörk í 138 leikjum í efstu deild.

María er 27 ára gömul og leikur sitt þriðja tímabil með Þrótti en áður með Fjölni, Stjörnunni og Fylki. Hún er leikjahæst í efstu deild af núverandi leikmönnum Þróttar en aðeins einn annar leikmaður liðsins, Kristrún Rut Antonsdóttir, á meira en 100 leiki að baki í deildinni.

Meira um Maríu í Morgunblaðinu í dag og þar má sjá úrvalslið 15. umferðar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert