Lykilleikmaður framlengir hjá Stjörnunni

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Úlfa Dís kom til Stjörnunnar frá FH árið 2021 og hefur verið lykilleikmaður á þessu tímabili. Hún hefur spilað 12 leiki og skorað þrjú mörk hingað til.

Hún er fædd árið 2001 og framlengir samning sinn um tvö ár. Stjarnan er eins og er í sjötta sæti með 19 stig, jafn mörg og FH sem er í fimmta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert