Hulda Ósk Jónsdóttir, kantmaður úr Þór/KA, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í júlímánuði, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Hulda fékk samtals fimm M í fimm leikjum Akureyrarliðsins í deildinni í júlí og var tvisvar valin í úrvalslið umferðarinnar í mánuðinum, bæði í 12. og 14. umferð.
Hún tók því vel við sér eftir að hafa aðeins fengið tvö M í fyrstu tíu leikjum Þórs/KA og er nú þriðja hæst í M-gjöfinni af leikmönnum liðsins með 7 M samtals, en á undan henni eru Sandra María Jessen með 15 M og Agnes Birta Stefánsdóttir með 8 M.
Í Morgunblaðinu í dag er farið ítarlega yfir M-einkunnagjöfina í Bestu deild kvenna, úrvalslið júlímánaðar birt og rætt við Huldu Ósk Jónsdóttur.