Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari 2. deildarliðs KFA í knattspyrnu. Kristján Óli Sigurðsson, félagi Mikaels í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni segir frá þessu á X.
KFA, sameiginlegt lið Austfjarðafélaganna í Fjarðabyggð, hefur tapað þremur leikjum í röð í 2. deildinni og situr í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, stigi á eftir Völsungi og Víkingi frá Ólafsvík.
Mikael tók við KFA fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa stýrt Njarðvík sumarið 2020 en KFA missti af sæti í 1. deild síðasta haust á markatölu.
Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA. Ræðum í Vigtinni á morgun. pic.twitter.com/jd0gQwg5Nl
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 4, 2024