Blikar sannfærandi á heimavelli

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö af mörkum Blika.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö af mörkum Blika. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik fór nokkuð létt með Fylki, 3:0, í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld.  

Breiðablik í öðru sæti með 33 stig, sex stigum minna en Víkingur en á leik til góða. Fylkir er í ellefta og næstneðsta sæti með 12 stig. 

Á 30. mínútu fékk Breiðablik víti. Þá datt Kristinn Jónsson í teignum og boltinn barst til Höskulds Gunnlaugssonar. 

Höskuldur kom boltanum á Ísak Snæ Þorvaldsson sem sneri sér vel og Orri Sveinn Segetta braut á honum. 

Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi, 1:0. 

Viktor Örn Margeirsson bætti við öðru marki Blika í byrjun seinni hálfleiks. Þá sendi Aron Bjarnason boltann inn í teiginn og hann datt fyrir Viktor Örn sem kláraði hann snyrtilega á lofti í netið, 2:0. 

Ísak Snær fiskaði annað víti fyrir Breiðablik á 67. mínútu. Þá stakk hann Ásgeir Eyþórsson af og keyrði inn á teiginn. Þégar Ísak var kominn í skotstöðu braut Ásgeir á honum og víti dæmt. 

Aftur steig Höskuldur á punktinn og aftur skoraði hann af öryggi, 3:0. 

Í næsta leik mætir Breiðablik Stjörnunni í Garðabænum. Fylkir fær þá KA í heimsókn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 1:0 Valur opna
90. mín. Aron Jóhannsson (Valur) fær gult spjald +2 - Brýtur á Bjarna Aðalsteins.
Fram 2:1 Stjarnan opna
90. mín. Magnús Þórðarson (Fram) skorar MARK 2:1. Aukaspyrna og boltanum laumað inn í vítateig þar sem menn snerust um boltann þar til hann tók af skarið hægra megin í teignum og skaut í vinstra hornið.

Leiklýsing

Breiðablik 3:0 Fylkir opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu +2
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert