Gífurlegt áfall fyrir Víking

Pablo Punyed er Víkingi afar mikilvægur.
Pablo Punyed er Víkingi afar mikilvægur. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Pablo Punyed, lykilmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik liðsins gegn Egnatia í Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í síðustu viku.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti fregnirnar í samtali við Fótbolta.net í dag. Þátttöku Pablos á tímabilinu er þar með lokið og verður hann lengi frá æfingum og keppni.

Pablo er 34 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Víkingi frá því hann gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið 2021.

Þá varð hann Íslands- og bikarmeistari líkt og á síðasta ári en einnig varð hann bikarmeistari árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert