Vestri upp úr neðsta sæti

Vestri fékk ÍA í heimsókn á Ísafjörð.
Vestri fékk ÍA í heimsókn á Ísafjörð. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Vestri og ÍA gerðu markalaust jafntefli í nýliðaslag í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Ísafirði í kvöld.

Vestri komst úr botnsæti og upp í næstneðsta sætið með jafnteflinu. Nú eru Ísfirðingar með 13 stig en ÍA er í sjötta sæti með 25 stig.

Fyrri hálfleikur var lítið fyrir augað til að byrja með en hressist til muna síðustu 10 mínútunar. Mikil barátta einkenndi leikinn og það komur nokkur hálffæri.

Bestu færin komu í lok fyrri hálfleiks. Fyrst átti Marko Vardic í liði ÍA góðan skalla á 38. mínútu sem William Eskelinen varði vel. Þaðan barst boltinn á Hinrik Harðarson sem setti hann í stöngina.

Stuttu síðar kom langt innkast frá hægri hjá gestunum og úr varð mikill atgangur og Eiður Aron Sigurbjörnsson bjargaði á línu. Benedikt V. Warén átti síðan laust skot í lok hálfleiksins sem Árni varði auðveldlega.

Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri og endaði með miklu fjöri. ÍA setti boltann í netið eftir 52 mínútur. Þá tóku Skagamenn hornspyrnu og William missti af boltanum og þaðan fór hann í netið. Dómarinn dæmdi hins vegar hendi og því stóð markið ekki.

Eftir þetta færi tóku heimamenn yfir leikinn. Á 59. mínútu átti Benedikt frábæran sprett og átti gott skot sem Árni varði vel og boltinn barst til Silas sem setti hann í autt markið, en var dæmdur rangstæður.

Á 75. mínútu átti svo Vestri sitt besta færi. Silas komst í gegn eftir frábæran undirbúning hjá Benedikt en Árni varði vel. Boltinn barst svo á Fall sem kom honum á Túfa sem komst fram hjá varnarmönnum ÍA en setti boltann í stögnina.

Á síðustu mínútunni átti Benedikt tvö færi til að koma heimamönnum yfir. Fyrst fékk hann boltann út í teig frá Silas og er að fara að setja hann inn þegar Arnleifur á frábæra tæklingu og bjargar marki.

Seinna færið kom langur bolti inn á teig sem Benedikt náði að koma á markið en Árni varði vel. Eftir fyrstu 30 mínútunar var leikurinn frábær skemmtun. Lang besti leikur heimamanna í langan tíma og voru óheppnir að vinna ekki.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Vestri 0:0 ÍA opna loka
90. mín. 5 mín í uppbótartíma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert