Yfirlýsing Fylkis vegna launamála

Leikmenn Fylkis.
Leikmenn Fylkis. mbl.is/Hákon Pálsson

Knattspyrnudeild Fylkis gaf frá sér yfirlýsingu í gær vegna umfjöllunar um launamál leikmanna liðsins.

DV fjallaði um málið en þar kom fram að tveir leikmenn liðsins samþykktu það að bíða með að fá laun sín greidd og Fylkir svaraði í gær.

Yfirlýsing Fylkis:

„Knattspyrnudeild Fylkis – ábyrgur rekstur

Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram.

Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti.

Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað.

Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli.

Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert.

Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði.“

Fylkir er í 11. sæti með 12 stig eftir 17 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert