17. umferð: Daníel með einstakan áfanga - Höskuldur númer tvö

Daníel Laxdal er fjórði leikmaðurinn sem spilar 300 leiki í …
Daníel Laxdal er fjórði leikmaðurinn sem spilar 300 leiki í efstu deild karla hér á landi og sá fyrsti sem gerir það fyrir eitt félag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Daníel Laxdal úr Stjörnunni komst í afar fámennan hóp íslenskra knattspyrnumanna þegar hann lék með liðinu gegn Fram í sautjándu umferð Bestu deildar karla á þriðjudagskvöldið.

Þetta var 300. leikur Daníels í efstu deild hér á landi. Hann er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær þeim leikjafjölda og sá fyrsti sem spilar 300 leiki fyrir eitt félag í deildinni en þetta er hans sautjánda tímabil með Stjörnunni í efstu deild. Samtals hefur Daníel spilað 359 leiki í öllum deildum, alla með Garðabæjarfélaginu.

Á undan honum í efstu deild eru Óskar Örn Hauksson með 375 leiki, Birkir Kristinsson með 321 leik og Gunnleifur Gunnleifsson með 304 leiki.

Óskar sló einmitt Íslandsmetið í leikjafjölda í deildakeppninni hér á landi þegar Víkingur vann FH, 3:2, á mánudagskvöldið, eins og nánar var sagt frá í þessari frétt:

Höskuldur Gunnlaugsson er orðinn næstmarkahæstur hjá Breiðabliki í efstu deild …
Höskuldur Gunnlaugsson er orðinn næstmarkahæstur hjá Breiðabliki í efstu deild karla. mbl.is/Arnþór Birkisson

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik þegar liðið vann Fylki, 3:0. Þar með er hann orðin næstmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild karla með 42 mörk og fór upp fyrir Thomas Mikkelsen (41) og Árna Vilhjálmsson (40). Markametið á Kristinn Steindórsson, 59 mörk.

Úrslit­in í 17. um­ferð:

FH - Vík­ing­ur R. 2:3
KA - Val­ur 1:0

Fram - Stjarn­an 2:1
Breiðablik - Fylk­ir 3:0
Vestri - ÍA 0:0
HK - KR frestað

Marka­hæst­ir í deild­inni:
13 Vikt­or Jóns­son, ÍA
12 Pat­rick Peder­sen, Val

8 Emil Atla­son, Stjörn­unni
8 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.
7 Jónatan Ingi Jóns­son, Val

6 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.

6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val

6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki
6 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
5 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Björn Daníel Sverrisson, FH
5 Daní­el Haf­steins­son, KA
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R. 
5 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
5 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
5 Valdimar Þór Ingimundarson, Víkingi

Næstu leik­ir:
11.8. Víkingur R. - Vestri
11.8. Fylkir - KA
11.8. Valur - HK
11.8. Stjarnan - Breiðablik
12.8. KR - FH
12.8. ÍA - Fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert