Erum með svolítið sérkennilegan leikstíl

Valgerður Ósk í baráttu gegn Víkingum.
Valgerður Ósk í baráttu gegn Víkingum. mbl.is/Eggert

„Mér fannst leikurinn detta aðeins niður í seinni hálfleik en við héldum einbeitingunni og náðum að vinna,“ sagði Valgerður Ósk Valsdóttir sem innsiglaði með bylmingsskoti 3:1 sigur FH á Fylki þegar liðin mættust á Kaplakrika í kvöld og leikið var í 16. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.

Leikskipulag FH er má segja öðruvísi en hin liðin í deildinni með þrjá í vörn en það virðist vera að skila sér að einhverju leiti, liðið á ágætan möguleika á að vera með efri deildar keppninni þó enn séu tvær umferðir eftir í deildinni. 

„Við erum með svolítið sérkennilegan leikstíl og reynum að halda honum eins og við getum. Við spilum frekar eftir okkar leikskipulagi, reynum að halda því og láta frekar hitt liðið breyta sínum plönum.  Við þurftum bara að halda áfram  og fórum niður í grundvallaratriðin með baráttu og sigldum þessu heim þannig. Það er nóg eftir af stigum og planið okkar er að vera í efri hlutanum, erum með getuna til þess og nú þurfum við bara að taka tvo næstu leiki,“ bætti Valgerður Ósk við.

Við erum stilltar inná að hætta aldrei

Kayla Bruster, sem átt hefur gott tímabil í vörn Fylkis meiddist lítillega undir lok leiksins við FH en segir harka það af sér.  Svipað má segja um Fylkisliðið, sem hætti aldrei að reyna gegn FH í kvöld. „Mér fannst þetta erfiður leikur en völlurinn er engin afsökun og við hefðum þurft að nýta færin okkar,“ sagði Kayla eftir leikinn.  „Við börðumst samt og það  verður bara að gera það, sjá svo til hverju það skilar.  Við héldum samt áfram og ætluðum að skora, við erum stilltar inn á það og þá skiptir ekki máli hvernig staðan – við höldum áfram þar til leikurinn er búinn og við sýndum það en því miður náðum við ekki að gera betur við að skora.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert