Gott gengi Þróttara heldur áfram

Sóley María Steinarsdóttir stangar boltann í burtu.
Sóley María Steinarsdóttir stangar boltann í burtu. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Góður árangur Þróttar úr Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu heldur áfram en liðið lagði Tindastól af velli, 2:1, í 16. umferð deildarinnar á Sauðárkróki í kvöld. 

Þróttur er nú í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafnmörg og Stjarnan í sjöunda en betri markatölu. 

Þá hefur Þróttaraliðið unnið þrjá og gert einn jafntefli í síðustu fjórum leikjum. Tindastóll er hins vegar í áttunda sæti með 12 stig.

Jordyn Rhodes kom Tindastóli yfir á 65. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem hún vann eftir að Álfhildur Rósa Kjartansdóttir braut á henni, 1:0. 

Sóley María Steinarsdóttir jafnaði metin fjórum mínútum síðar með skallamarki eftir hornspyrnu, 1:1. 

Sigurmarkið skoraði síðan María Eva Eyjólfsdóttir á 83. mínútu með góðu skoti utan teigs, 2:1, og Þróttarasigur staðreynd. 

Þróttur mætir Breiðabliki í Kópavoginum í næsta leik en Tindastóll heimsækir Víking. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þýskaland 25:24 Spánn opna
60. mín. Leik lokið Alfreð Gíslason og Þjóðverjar eru komnir í úrslit!
FH 3:1 Fylkir opna
87. mín. Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir) skorar MARK 3:1. Þvaga í markteig FH og hún náði fyrst til boltans. Vel gert.
Stjarnan 1:1 Valur opna
90. mín. Leik lokið

Leiklýsing

Tindastóll 1:2 Þróttur R. opna loka
90. mín. Lítið eftir af þessu, yrði sterkur sigur Þróttara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert