Gróttu upp í annað sæti – sterkur sigur Fram

Framkonur fagna marki í kvöld.
Framkonur fagna marki í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Grótta er komin í annað sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir útisigur á Grindavík, 2:1, í Safamýri í kvöld. 

Grótta er nú með 25 stig, þremur stigum á undan Fram, ÍBV og ÍA, en Eyjaliðið á leik til góða. 

Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir skoruðu mörk Gróttu. Mark Grindavíkur skoraði Sigríður Emma F. Jónsdóttir. 

Fram upp fyrir Aftureldingu

Fram vann þá Aftureldingu, 3:1, í Úlfarsárdal. Framliðið er nú í þriðja sæti með 22 stig en Afturelding er í sjötta með stigi minna. 

Telma Hjaltalín Þrastardóttir kom Aftureldingu yfir á 55. mínútu en Murielle Tiernan jafnaði metin fimm mínútum síðar, 1.1. 

Birna Kristín Eiríksdóttir og Alda Ólafsdóttir sáu síðan til þess að Fram bar sigur úr býtum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert