Toppliðið missteig sig í Garðabænum

Fanndís Friðriksdóttir gefur fyrir í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir gefur fyrir í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason
Valur og Stjarnan áttust við í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld og lauk leiknum með jafntefli, 1:1. Leikið var í Garðabæ.

Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fóru strax að hóta marki í leiknum. Stjörnukonur komust vart yfir miðju fyrstu átta mínútur leiksins.
Valskonur skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 13. mínútu leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir átti frábæra fyrirgjöf inn í teig Stjörnukvenna þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skallaði boltann í netið. Glæsilegt mark og Valskonur búnar að setja tóninn í leiknum.

Á 17. mínútu leiksins kom fyrsta alvöru færi stjörnukvenna þegar Andra Mist Pálsdóttir vann boltann eftir klaufagang í marki valskvenna og skaut að marki en Fanney Inga Birkisdóttir varði skotið.

Eftir þetta var eins og Stjörnukonur vöknuðu og mættu til leiks. Þær fóru að sækja í sig veðrið og áttu nokkur ágæt færi sem hefðu auðveldlega getað endað með marki. Besta færið kom líklega á 35. mínútu þegar Andrea Mist Pálsdóttir átti frábært skot rétt yfir mark Valskvenna rétt utan teigs.

Staðan í hálfeik 1:0 fyrir Val.

Liðin gerðu engar breytingar í hálfleik og hófst síðari hálfleikurinn á svipuðum nótum og sá fyrri þar sem Valskonur sóttu án afláts og gerðu harðar atlögur að marki Stjörnunnar.

Á 64. mínútu kom besta færi síðari hálfleiks til þessa. Þá slapp Jessica Ayers alein inn fyrir vörn Valskvenna og keyrði hún upp að marki gestanna og undirbjó jöfnunarmark Stjörnukvenna. Í þann mund sem skotið reið af hjá henni þá mætti Natasha Moraa Anasi og renndi sér fyrir skotið og framkvæmdi stórkostlega björgun í horn.

Á 67. mínútu var Jessica aftur á ferðinni þegar hún fékk dauðafæri alein gegn Fanneyju Ingu Birkisdóttur í marki Vals sem varði dauðafæri hennar í horn.

Lítið gerðist annað en skiptingar í framhaldinu og sóttu liðin til skiptis allt fram á 87. mínútu þegar jöfnunarmarkið leit dagsins ljós. Þar var að verki Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir. Hún keyrði til vinstri og skaut utan teigs upp í hornið nær og skoraði glæsilegt mark. Staðan 1:1.

Valskonur reyndu hvað þær gátu að sækja til sigurs en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum með jafntefli, 1:1.
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þýskaland 25:24 Spánn opna
60. mín. Leik lokið Alfreð Gíslason og Þjóðverjar eru komnir í úrslit!
Tindastóll 1:2 Þróttur R. opna
90. mín. Leik lokið Sterkur sigur Þróttara staðreynd!
FH 3:1 Fylkir opna
87. mín. Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir) skorar MARK 3:1. Þvaga í markteig FH og hún náði fyrst til boltans. Vel gert.

Leiklýsing

Stjarnan 1:1 Valur opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert