Við áttum ekkert annað skilið

Valskonur fagna marki Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.
Valskonur fagna marki Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. mbl.is/Eyþór Árnason

Pétur Pétursson þjálfari kvennalið Vals í fótbolta var svekktur við frammistöðu sinna leikmanna í kvöld þegar Stjarnan og Valur skildu jöfn 1:1 í Bestu deild kvenna.

Valur er í toppsæti deildarinnar með 43 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem á þó leik til góða. 

Mbl.is ræddi við Pétur strax eftir leik:

Það hlýtur að vera svekkjandi að fara héðan með aðeins eitt stig ekki satt?

„VIð áttum ekkert annað skilið. Stjarnan átti skilið að jafna leikinn og 1:1 er bara sanngjarnt."

Báðir hálfleikar byrja eins þar sem þið sækið hart að marki Stjörnunnar en síðan gefið þið eftir og Stjarnan sækir í sig veðrið og eru jafnvel líklegri til að sækja úrslit.

„á við byrjum báða hálfleika mjög vel og sækjum hart að þeim en síðan dettum við niður á plan þar sem Stjarnan tekur yfir leikinn og við töpum boltanum endalaust. Það er ólíkt okkur. Þær vildu jafna þennan leik til að byrja með og jafnvel meira. Það var bara sanngjarnt."

Setur þetta titilbaráttu Vals í uppnám?

„Nei nei það er bara næsti leikur í deild gegn Fylki en áður er það bikarúrslitaleikur um næstu helgi."

Hvað þarf að breytast fyrir næsta leik gegn Fylki?

„Við þurfum að halda boltanum betur og spila betur."

Ef við setjum fókusinn á jákvæðu punktana hvað væri það sem þu tækir með úr þessum leik í næsta deildarleik?

„Það eru fyrstu korterinn í báðum hálfleikjum sem við gerum vel í kvöld og það er það sem við þurfum að lengja fyrir næsta leik. Svona er bara fótboltinn og Íslandsmótið," sagði Pétur í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert