Baráttusigur liðsheildarinnar

Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrra mark Víkings í dag.
Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrra mark Víkings í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bergdís Sveinsdóttir framherji Víkinga skoraði annað mark liðsins í sigrinum á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Bergdís var ánægð með sigurinn þegar mbl.is leitaði viðbragða hjá henni strax eftir leik:
Voru þetta sanngjörn úrslut?
„Já ég myndi segja það þrátt fyrir að við höfum kannski byrjað illa. Þetta var samt baráttusigur liðsheildarinnar á grasvelli sem við erum ekki vanar en við gerðum þetta bara mjög vel og við erum ánægðar með þrjú stig.“
Þið leiðið mest allan leikinn og voruð nokkuð öruggar með þetta alveg þangað til í lokin þegar Keflavík minnkar muninn og voru síðan nálægt því að jafna.
„Já við fórum í smá panikk. Við byrjuðum að senda langar sendingar sem er ekki okkar karakter því við viljum spila en sem betur fer skoruðu þær ekki jöfnunarmarkið.“
Næsti leikur er Tindastóll á fimmtudag. Hvað er markmið Víkinga áður en deildin skiptist upp?
„Okkar markmið er að ná í 6 stig úr þessum tveimur leikjum sem eftir eru áður en deildin skiptist og nálgast Þór/KA eins mikið og við getum.“ sagði Bergdís í samtali við mbl.is. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert