Sex mörk í baráttusigri Blika á Þór/KA

Agla María Albertsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir í leik liðanna fyrr …
Agla María Albertsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Nóg var um að vera á Kópavogsvelli í dag þegar Þór/KA sótti Blikakonur heim í 16. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.  Mikil hlaup, hörð stöðubarátta, mikið af færum en Breiðablik vann 4:2 í stórskemmtilegum leik og er nú einu stigi á eftir Val í efsta sætinu.

Leikurinn var rétt byrjaður þegar fyrstu færin komu.

Á 1. mínútu áttu Blikar snögga sókn og Birta Georgsdóttir komst inn í vítateig Þórs/KA með vörnina á eftir sér.   Í miðjum vítateig hægra megin náði hún skoti en Harpa Jóhannsdóttir markvörður Þórs/KA varði glæsilega með fótunum.

Á 2. mínútu átti Þór/KA sókn, ekki hraða en samt ágæta og rétt utan við vítateigslínuna lét Karen María Sigurgeirsdóttir vaða á græna markið en boltinn fór rétt framhjá vinstri stönginni.

Það mátti því búast við jöfnum leik en fljótlega fóru Blikar að ná undirtökunum, vörðust vel og sóttu svo hratt með sína hröðu sóknarmenn. 

Katrín Ásbjörnsdóttir fékk gott færi fyrir Breiðablik á 15. mínútu þegar hún náði boltanum í miðjum vítateig Þór/KA en skot hennar fór rétt framhjá stönginni.  Gott færi.

Reyndar kom svipað færi rétt á eftir.  Mark lá svo sem í loftinu og á 21. mínútu fékk Birta Georgsdóttir inni í miðjum vítateig Þór/KA eftir að gestirnir voru lengi að reyna hreinsa frá marki sínu.  Birta sneri á punktinum og negldi boltann upp í vinstri samskeytin.  Vel afgreitt og staðan 1:0 fyrir Breiðablik.

Markið efldi Kópavogliðið, sem sótti enn stífar og Birta og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir áttu báðar góð skot á markið en boltinn rétt framhjá. 

Eftir þessar kraftmiklu sóknir var eins og Blikar slökuðu aðeins á klónni, ekki mikið en nóg til að gestirnir frá Akureyri gengu á lagið og byrjuðu aðeins að sækja, vissu að þeir gætu alveg skorað.

Á 37. mínútu small svo boltinn í slá Blika þegar Karen María átti sendingu utan af hægri kanti en boltinn datt niður á slánna og þaðan út á völl vinstra megin.  Sem sagt allt getur gerst.

Svo kom refsingin fyrir að hleypa Þór/KA inn í leikinn, eða þá að svo komu verðlaunin fyrir að komast inn í leikinn því á 45. mínútu og aðeins inn í uppbótartíma fékk Hulda Ósk Jónsdóttir boltann inn í miðjan vítateig Blika, hún tók hann á kassann og lagði þannig fyrir Lara Ivanusa, sem skaut hnitmiðað í hægra hornið.  Staðan 1:1.

Líklega hefur eittvað verið rætt í hálfleik hjá Blikakonum og í upphafi síðari hálfleiks mátti greina að þær ætluðu að taka aftur völdin, sem þær höfðu verið með í byrjun fyrri hálfleiks.  Það gekk hinsvegar ekki sem best.

Það gekk ekki alveg eftir og á 49. mínútu komst Sandra María í gegn og skaut í slánna úr miðjum vítateig Blika. 

Fjör og aftur lá mark í loftinu, öllu heldur mörk.

Á 51. mínútu kom Katrín Ásbjörnsdóttir Blikum aftur í forystu þegar Birta gaf boltann stutt úr teignum og Katrín skoraði af stuttu færi.  Reyndar leit úr 50 metra færi fyrir að vera rangstaða en dómarinn var stutt frá.   Staðan 2:1.

 Aðeins þremur mínútum síðar, á 54. mínútu, jafnar svo Sandra María Jessen í 2:2, hennar 17 mark í sumar.  Þá fékk hún sendingu frá Lara innfyrir vörn Blika, rauk inní miðjan markteig og skaut það undir Telmu í markinu.

Næsta mark kom á 61. mínútu og var frekar snyrtilegt.  Þá fékk Breiðablik horn og varnarmenn Þór/KA komu boltanum út úr teignum en þar beið Hrafnhildur Ása, gerði sér lítið fyrir og skaut bogaskoti upp í hægra hornið.  Staðan 3:2.

Fjórum mínútu síðar átti Karitas Tómasdóttir hörkuskot utan teigs og boltinn small í stöng gestanna og nóg um að vera þegar Sandra María skaut rétt framhjá marki Breiðabliks á 70. mínútu en mínútu síðar átti Andrea Rut Bjarnadóttir gott skot rétt framhjá marki Þórs/KA.

Ballið var ekki búið og á 77. mínútu náði Hrafnhildur Ása góðri sendingu þvert fyrir mark Þórs/KA á Vigdísi Lilju Kristjánsdóttir, sem skorað af öryggi af stuttu færi.  Staðan vænleg fyrir Blika, 4:2.

Það sem eftir lifði leiks var fjörugur leikur, Blikar ekki bara að halda sjó heldur sækja líka og gestirnir sóttu hvað þeir gátu.   Blikar í stúkunni vildu fá víti þegar Vigdís Lilja féll eftir og Harpa í marki náði boltanum en dómarinn var alveg við meint brot og dæmdi ekkert.

Í 17. umferð mætir Breiðablik Þrótturum í Laugardalnum og Þór/KA fær Stjörnuna í heimsókn norður en  og í 18. og síðustu umferð deildarinnar fær Breiðablik Víkinga í heimsókn á meðan Þór/KA fer í Árbæinn og spilar við Fylki.   Svo tekur við efri hluta keppnin.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Noregur 29:21 Frakkland opna
60. mín. Camilla Herrem (Noregur) skoraði mark Norsk veisla í Lille!
Man. City 8:7 Man. United opna
91. mín. Leikur hafinn Vítaspyrnukeppnin er hafin. Bruno Fernandes tekur fyrsta vítið.
Keflavík 1:2 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið

Leiklýsing

Breiðablik 4:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið Elti góða sendingu en Harpa markmaður rétt á undan henni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert