Dalvík vann botnslaginn

Dalvík/Reynir sótti mikilvæg þrjú stig í dag.
Dalvík/Reynir sótti mikilvæg þrjú stig í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Dalvík/Reynir hafði betur gegn Gróttu, 3:2; í botnslagnum í 1. deild karla í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í dag.  

Úrslitin þýða að Dalvík/Reynir og Grótta eru jöfn á stigum með 13 stig í 12. og. 11. sæti.  

Dalvíkingar komust yfir á 20. mínútu með marki frá Frey Jónssyni. Aðeins 10 mínútum síðar jafnaði Gabríel Hrannar Eyjólfsson metin fyrir Gróttu.  

Ástralinn Hassan Jalloh kom Dalvíkingum aftur yfir á 36. mínútu með laglegu marki. Staðan í hálfleik, 2:1, fyrir Dalvík/Reyni.  

Áki Sölvason skoraði á 49. mínútu þriðja mark Dalvíkur. 10 mínútum síðar minnkaði Pétur Theódór Árnason muninn fyrir Gróttu, 3:2.  

Grótta pressaði Dalvík stíft á lokamínútunum en án árangurs. Lokaniðurstöður í dag, 3:2 sigur Dalvíkur/Reynis sem hafði ekki unnið síðan í fyrstu umferð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert