Keflavík áfram á botni deildarinnar

Hart barist í fyrri leik liðanna í Víkinni.
Hart barist í fyrri leik liðanna í Víkinni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Keflavík og Víkingur áttust við í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag og lauk leiknum með sigri Víkinga, 2:1.

Leikurinn fór vel af stað og kom eina mark fyrri hálfleiks strax á 7 mínútu þegar Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrir Víkinga eftir frábæran undirbúning frá Freyju Stefánsdóttir. Staðan 1:0 fyrir Víkinga.

Stuttu áður hafði Melanie Claire Rendeiro komist í dauðafæri fyrir Keflavík en Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir varði í horn.

Á 23 mínútu leiksins fengu Keflavíkurkonur vítaspyrnu þegar leikmaður þeirra féll í teig Víkinga. Selma Griberg dæmdi réttilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Aníta Lind Daníelsdóttir og brást henni bogalistinn þegar hún skaut yfir markið.

Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og gengu liðin til hálfleik í stöðunni 1:0 fyrir Víkinga. 

Síðari hálfleikur fór afar rólega af stað og gerðist ekkert markvert í raun fyrr en á 69 mínútu þegar Linda Líf Boama fékk langa sendingu inn í teig Keflavíkur og skoraði með fallegu skoti úr þröngu færi. Staðan 2:0 fyrir Víkinga. 

Stuttu síðar fengu Keflvíkingar ágætis færi inni í teig gestanna þegar Melanie Forbes skaut að marki gestanna en skotið varið. 

Á 80 mínútu leiksins fengu keflavíkurkonur hornspyrnu. Boltinn barst fyrir markið þar sem Aníta Bergrán Eyjóflsdóttir átti fastan skalla að marki Víkinga en boltinn yfir markið. Dauðafæri til að minnka muninn en það tókst ekki. 

Á 87 mínútu fengu keflavíkurkonur hornspyrnu. Boltinn barst fyrir markið þar sem Simona Rebekka Meijer skallaði boltann í netið. 

Á 90 mínútu komust keflavíkurkonur inn í teig Víkinga með boltann og upphófst mikil barátta þar sem boltinn var nokkrum sinnum hársbreidd frá því að enda í netinu en í staðinn fór boltinn aftur fyrir endamörk. 

Eftir leikinn er Keflavík ennþá á botni deildarinnar með 9 stig líkt og Fylkir sem er í 9 sæti. Víkingar far upp í þriðja sætið með 29 stig en lið Þór/KA á leiki til góða í 4 sætinu. 

Næsti leikur Keflavíkur er á móti FH í Reykjanesbæ á meðan Víkingar taka á móti Tindastóli í Fossvogi en báðir leikirnir fara fram á fimmtudag kl 18:00.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Noregur 29:21 Frakkland opna
60. mín. Camilla Herrem (Noregur) skoraði mark Norsk veisla í Lille!
Man. City 8:7 Man. United opna
91. mín. Leikur hafinn Vítaspyrnukeppnin er hafin. Bruno Fernandes tekur fyrsta vítið.
Breiðablik 4:2 Þór/KA opna
90. mín. Leik lokið +5

Leiklýsing

Keflavík 1:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert