Pedersen í Vestra

Jeppe Pedersen.
Jeppe Pedersen. Ljósmynd/Vestri

Jeppe Pedersen, yngri bróðir Patrick Pedersen sem er markahæsti leikmaður í sögu Vals, er genginn til liðs við Vestra í Bestu deild karla í fótbolta.

Jeppe kemur til liðsins frá AaB í Danmörku en hann er fæddur árið 2001, níu árum yngri en Patrick, og spilar á miðjunni.

Hann hefur leikið með yngri landsliðum Danmerkur og á leiki í efstu og næstefstu deild í Danmörku.

Hann gerir samning við liðið út tímabilið en Vestri er næstneðsta sæti í deildinni með 13 stig eftir 17 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert